Re: Svar:Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar Re: Svar:Snjóflóðaýlar

#54766
Jokull
Meðlimur

Mjög góð spurning Sveinborg og ekki nema von að þú veltir þessu fyrir þér þar sem að framboðið er mikið og jafnvel meira af upplýsingum.

Rúnar og Friðjón hitta naglann á höfuðið þegar þeir segja að það sem skipti mestu máli sé að kunna vel á græjuna, og ég hef sjálfur orðið vitni af því að fylgjast með manneskju með Ortovox F1, eins loftnets ýli gersamlega salta aðra sem var með nýjasta 3 loftnets ýlinn á þeim tíma, í leitarkeppni.

Mæli samt algerlega með 3 loftneta græjunum sökum áræðanleika sérstaklega ef um djúpt grafna menneskju er að ræða eða tvo ýla nálægt hvor öðrum.

Ég er sjálfur búinn að nota Pieps DSP síðan 2004 og er mjög ánægður með hann. Nýlega gekk ég í gegnum það að ákveða hvaða Ýla ég keypti fyrir Bergmenn og Arctic Heli Skiing og eftir miklar pælingar fór það svo að ég hélt mig við Pieps.

Þú getur bjallað í mig ef þú villt frekari upplýsingar Sveinborg en annars veit ég að Halldór í Fjallakofanum er orðin Pieps maðurinn á Íslandi og hann er nú vanur að gera best við Ísalpara þegar það kemur að búnaðarkaupum þannig að heyrðu í honum ef þú ætlar að versla á Fróni.

Fjallakveðja

JB