Re: Svar:Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

Home Umræður Umræður Almennt Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn Re: Svar:Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

#54892
Anna Gudbjort
Meðlimur

Hesta-saumakitt! Þetta er ei-ð sem ég ætla að prófa. Held að þetta myndi virka vel, á meira að segja ennþá teygju-draslið sem var hluti af upprunalegu festingunni.

En já, talandi um táýldu! Eitt uppáhalds húsráðið sem ég lærði af Arild nokkrum Meyer kemur að góðum notum þegar farið er í lengri skíðaferðir þar sem ekki er alltaf gott að þurka innrihluta skíðaskónna.

Þá nær maður sér í tvo góða plastpoka (mér finnst þessir sem skrjáfar soldið í bestir) og fer í yfir sokkana sína og svo í AÐRA sokka utan yfir. Með þessu móti læsir maður táslusvitann inní plastpokanum ( norsararnir kalla þetta ,dampsperre’) og heldur þannig ytri sokknum og skíðaskónum þurrum og þarf ekki að eiga við það yndislega verkefni að berja til hálfblauta-svita-frosna-skíðaskó næsta morgunn.

– svo verður líka unaðslega hlítt og gott í skíðaskónum þegar maður notar svita-lokuna.

Gefur augaleið að maður þarf að vera í tveimur þynnri sokkum en ég sver að ég mun aldrei snúa baki við svita-loku bragðinu.Kanski er þetta alkunnugt bragð en þetta var mér allavega nýtt á sínum tíma.

…en hvað varðar táýldu, þá get ég lofað ykkur því að hún magnast stjarnfræðilega við notkun svita-lokunnar og er þetta bragð ekki ætlað þeim sem kúgast gjarnan eða eiga slíkan tjaldfélaga.