Re: Svar:Guy Lacelle farinn yfir móðuna miklu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Guy Lacelle farinn yfir móðuna miklu Re: Svar:Guy Lacelle farinn yfir móðuna miklu

#54894
0703784699
Meðlimur

Blessuð sé minning hans.

Nokkuð merkilegur fýri, frekar víraður fannst okkur félögunum þegar hann var hér á landi í kringum ísfestivalið 98. Vissi ekki mikið um kappa þarna um árið en það vakti klárlega áhuga okkar félaga þegar við vorum rétt búnir að klífa frístandandi 15m kerti (efast um að það hafi verið haldið til haga allar leiðirnar sem voru klifnar þetta festivalið) í Haukadalnum (sem varð fyrir valinu af því við beiluðum á þunnri ísleið sem endaði í gegnum hellisop, sem síðan G.Helgi og GLacelle klifu fyrir framan okkur) þegar hann kemur aðsvífandi og og niðurklifrar nýju leiðina okkar. Risið var ekki mikið það sem eftir lifði dags.

En í umræddri ferð í Haukadalnum fór G.Lacelle nýja leið á fyrsta degi þessa fyrsta ísfestivals Ísalp. Ég man ekki betur en að ROK hafi tryggt hann upp og komið til okkar Jóns slefandi yfir því að hann hafi klifið þessa leið. Við töldum það nú ekki vera merkilegt að pro klifrari klifraði 55 metra lóðrétta ísleið í einni spönn. ROK bætti þá við að hann hefði bara sett inn eina skrúfu eftir 5 metra og svo aðra um miðja leið áður en hann toppaði.

Við hliðiná var Jeff Lowe, sem GHC tryggði, að setja upp M6-7 leið með flensu sem síðan ROK fór upp (að hluta allveganna) í ofanvað. Þar við hliðiná var Palli að ljúka við leið með Olla og síðan tókum við Jón línu þar við hliðiná.

Meðan voru Jay Smith og hans ektakvinna Kitty Calhoun með frægum ljósmyndara (nafnið horfið) að skjóta myndir fyrir TNF bæklinginn 2009. Man að Steini Baldurs var þarna og Einar Öræfingur og svo bættist í flotann þegar leið á helgina.

Skemmtilegir tímar….

En annars var mér hugsað til skrifa ROK um að hann hafi farið 3 spönn Þilsins án þess að setja inn skrúfu. Gott og gilt en hvað með stansinn? Þeas GHC, ef GL hefði dottið að þá hefði hann klárlega rifið út alla megintrygginguna hæglega. Bara langaði svona að impra á því.

kveðja úr sólinni,

Himmi