Re: svar: Var að berast – the annual ice climbing festival?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Var að berast – the annual ice climbing festival? Re: svar: Var að berast – the annual ice climbing festival?

#50130
1709703309
Meðlimur

Alltaf gaman að fá nýja punkta í umræðu um þá dagskrárliði sem klúbburinn býður upp á og stjórnarmeðlimir fylgjast með þessu. Það er nú bara það sem Helgi er að benda á og stundum er ágætt að fá létt spark í rassinn það heldur okkur í stjórninni á tánum. Gagnrýni = rýna til gagns

Varðandi þá dagskrárliði sem klúbburinn stendur fyrir þá eru þeir flestir háðir veðri og aðstæðum hvernig til tekst. Þetta á líka við um myndasýningar með öfugum formerkjum, því að verra veður ætti að færa okkur fleiri gesti.

Varðandi undirbúning á ísklifri þá hefur reynslan sýnt að óráðlegt er að breyta dagsetningu á svo stórum dagskrárlið. Það sýndi sig til að mynda þegar fyrra Ísklifurfestivalið var haldið á Ísafirði. Þá mættum við þrír þangað eftir að búið var að fresta því um viku. Stjórn ÍSALP hefur því brugðið á það ráð að reyna festa einn landshluta sem fyrsta valkost og undirstinga svo heimamenn í öðrum landshlutum sem varakost. Því að ólíklegt er að hvergi sé hægt að klífa í ís á landinu, en það getur oft verið erfiðara fyrir fólk að hliðra til í sinni vinnu eða einkalífi til að komast frá í allt að 3 nætur.

Eitt að lokum fyrir JF, vill bara benda þér á að, ef þú veist það ekki, þá heldur Helgi Borg utan um þessa vefsíðu. Hann hefur smíðað þessa síðu og breytt henni eftir því sem hann telur þörf á. Hann hefur alfarið unnið skoðanakannanir að eigin frumkvæði fyrir ÍSALP. Stjórnin getur síðan nýtt sér niðurstöðunar sem tæki við ákvarðanatöku. Hann hefur setið í stjórn ÍSALP og séð um dagskrárliði klúbbsins. Ég held að þetta séu ekki verk froðusnakka.

Með kveðju,

Stefán
gjaldkeri ÍSALP