Re: svar: Valshamar og Bensínbor

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar og Bensínbor Re: svar: Valshamar og Bensínbor

#48025
0309673729
Participant

Gott framtak! Það væri óvitlaust að ÍSALP og/eða Sportklifurfélag Reykjavíkur, fjárfesti í bensínborvél. Á aðalfundi Klifurhússins var einmitt rætt hvort ekki mæti nýta þann pening sem (hið nú um tíðir óvirka félag) SKFR liggur með inni á bók í að kaupa borvél.

Það er þarft að endurbolta einhverjar leiðir í Valshamri, einnig væri vert að bolta fleiri léttar leiðir að Munkaþverárgili og Skinnhúfuklettum (fyrir mig og aðra í meðallagi lélega klifrara)

Gjaldkerinn verður að segja til um þetta, en ég grun um að fjárhagur ÍSALP standi ekkert alltof vel, eftir töluverðar framkvæmdir og feitan reikning fyrir litprentað ársrit. — Einungis 131 hefur greitt árgjald 2002, sem vitnar til um lítinn áhuga fyrir áframhaldandi starfsemi ÍSALP.