Re: svar: Um ´,,ný“ svæði

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Um ´,,ný“ svæði

#49715
Hrappur
Meðlimur

Það er stór veggur sem mætti kannski ræða um bolta en ég er að tala um Ömtina sem er vestari Stradalshnjúkur. Við Stefán kíktum á hann um seinustu helgi. Það er ekki sömu gæði á berginu í heild og í Stóra-Stardalshnjúk en síst verra en bergið í vatnsdal. Þetta er mikið lokaðra hammraþil og henntar frekar fyrir bolta en hnétur og vini. Þarna væri velhægt að gera yfir 30 leiðir sem væru sennilega allt að 18-20 metralangar hæst. Það er bara spurnig hvort frístundarar nenna að labba þangað uppeftir og hvað mönnum fynnst um að bolta þar. Það hefur verið þjóðsaga að bergið þarna sé ,,ónýtt“ og því fáir nennt þangað með klifur í huga. Þetta er nú ekki ónýtara en margt annað sem er klifrað í og meirasegja er sumar línur jafngóðar og í Stardal.

Hvað vilja menn gera?