Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Bolta eða ekki, hver á að ráða? › Re: svar: Um ´,,ný
5. maí, 2005 at 22:19
#49722

Participant
Ég held að enginn hafi verið að tala um að stjórnin hafi eitthvað úrskurðarvald með boltun. Það var haldinn stjórnarfundur í gær og stjórnin var sammála um að hún gæti ekki ráðið því hvar væri boltað og hvar ekki. Heldur væri það hjá klifursamfélaginu að taka ákvarðanir um það. Var ekki skilyrði að fá úthlutaða bolta úr boltasjóðnum að það væri ekki boltað í Stardal. Það er ekki flókið. Þó ég sé ekki ,,boltunarsinni“ finnst mér í lagi að bolta nokkrar leiðir í Stiftamt sem ekki er hægt að klifra með náttúrulegum tryggingum. Maður kíkir á þetta á morgun eftir próf.