Re: svar: Um ´,,ný

#49720
0703784699
Meðlimur

Stjórn á ekki að geta með einvaldi sínu ákeðið þetta!!! Snjallast finnst mér að fylgja því einsog þetta var farið fyrst/hefðin, eða þá að þeir sem fóru leiðina fyrst geti ákveðið um það (svo er alltaf spurning hvað á þá að gera þegar frumfarans nýtur ekki lengur við?). Stjórn ísalp er ekki kosin með nægilegum fjölda til að gefa þeim umboð f. eins stóru máli og þetta er.

Nýjir klifrara sem vilja/þora/geta/kunna ekki klifra með dóti eiga þá ekkert erindi uppí Stardal. Dótaklifur er bara ein tegund af klifri og boltar annað og því verðum við að hafa mismunandi svæði f. sitthvort klifrið. Óþarfi að vera að matreið coco puffsið ofaní þá sem ekki vilja það.

Ég held það sé nokkuð augljós munur á svæðum sem eiga að vera boltaðar og ekki boltaðar og er Stardalur meðal ekki boltaðra svæða og Valshamar gott dæmi um boltað svæði.

Annað mál er með topp bolta, til að auðvelda toprope, en þá verða toppboltarnir að vera uppá brún en ekki í leið. Það er í lagi að ræða það hvort það er skynsamlegt að toppbolta eða ekki í stardal, þó ég sé á móti því. Einsog staðan er í dag að þá er vel hægt að tryggja top rope í stardal án bolta.

Ef þú er meðfylgjandi boltun stardals bendi ég á að lesa eitthvað eftir Mark Twight og „afboltast“.

Gimp