Re: svar: Tvíburagil – heitur reitur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tvíburagil – heitur reitur Re: svar: Tvíburagil – heitur reitur

#53750
AB
Participant

Mínar pælingar:

Helvítis fokking fokk – M4.

Hagmunagæslan – M5 (M6 ef kertið vantar).

Ólympíska félagið – M7.

Nýja leiðin hans Robba er M8 að algjöru lágmarki, mjög líklega erfiðari, Robbi minntist á að honum hafi liðið eins og í 5.12 klifri. Ég giska á M9, byggt á engu nema tilfinningu og trú á Robba.

Nýja leiðin mín, ófarna, kannski M7+/M8. Tilfinningin segir líklega gráðunni erfiðari en Ól félagið. Figure-of-four nauðsynlegt og erfitt krúx í endann.

Síamstvíburinn – Þú veist það sennilega best sjálfur. Guðjóni og Robba fannst hún og Ól félagið svipaðar, held ég. Væntanlega M7.

Það sem er best er að nú eru leiðir í gilinu við flestra hæfi og nóg að taka með línu, tvista og fáeinar ísskrúfur til að eiga góðan dag rétt utan við borgina. Gaman gaman.

AB