Re: svar: Það er nú svo

Home Umræður Umræður Almennt Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara Re: svar: Það er nú svo

#48322
0405614209
Participant

Jæja strákar.

Ég held að þið vitið af því en það stendur til að setja saman ísklifurleiðarvísir. Veglegt rit sem á að taka fyrir öll helstu klifursvæðin þannig að þá sem langar til að klifra á „nýjum“ svæðum geti fundið þau og jafnframt haft einhverja hugmynd um hvað þeir eru að fara að gera og valið sér leiðir við hæfi.

Ég veit að þið eruð boðnir og búnir til að miðla af þekkingu ykkar og munuð hjálpa til við að gera leiðarvísinn sem víðtækastann.

Væntanlega eru leiðir á Íslandi fleiri en meðalmanni muni endast æfin til að klifra. Leiðarvísirinn mun þó eflaust beina sjónum manna að svæðum sem hafa orðið útundan.

Kveðja
Halldór formaður

PS. Leið sem hefur verið klifin er ekki ónýt. Það er bara búið að klifra hana, gefa henni nafn og gráða hana. Menn geta svo rifist um hvort að hún sé rétt gráðuð. Svo vita líka allir að leið sem var klifin í gær getur verið allt öðru vísi í dag – miklu erfiðari eða miklu léttari.

HK