Re: svar: Stjórn ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Stjórn ÍSALP Re: svar: Stjórn ÍSALP

#51062
Skabbi
Participant

Nú hefi ég ekki skilað formlegu framboði til stjórnar ÍSALP. Ég geri það því hér með og vona að það verði tekið gott og gilt.

Hafi menn áhuga á að vita hvernig ég lít út eða hvað ég hef verið að gera bendi ég á myndasíðuna mína:

http://www.vonlausa.org/gallery/view_album.php?set_albumName=album24

Áhugi minn á að komast í stjórn ÍSALP er sprottinn af öðru meiði en þeirra félaga, Ágústs Kristjáns og Smára. Það er gott og gilt að vilja auka áhuga almennings á fjallamennsku og auka aðgengi nýrra félaga að ÍSALP. Ég aftur á móti hef meiri hug á að hlúa að þeim sem þegar eru aktífir í klifri og fjallamennsku.

Það er tvennt sem mér finnst að gjarnan megi bæta. Útgáfa ársritsins hefur legið niðri í nokkur ár og er það miður. Ég veit að félagar ÍSALP liggja á miklu efni sem hægt er að gefa út. Ársritin eru stórmerkileg heimild um framþróun fjallamennsku á Íslandi, þau verða að halda áfram að koma út.

Starfsemi ÍSALP byggist fyrst og fremst á virkum félögum. Það þarf ekki endilega að gerast undir formerkjum ÍSALP í skipulögðum ferðum. Það sést best á umræðusíðunum að loknum góðum helgum til fjalla. Mér finnst að félagið mætti gera meira í því að hrista menn saman, hafa opin hús, myndasýningar og almenna hittinga.

Þannig er nú það. Ef fram fer sem horfir verður pláss fyrir okkur alla í stjórn ÍSALP. Svo er bara að sjá hvort ný stefna verði tekin með nýrri áhöfn.

Að lokum hvet ég alla félagsmenn og konur til að mæta á aðalfundin, hvort sem þið eruð „afþreyingar útivistarmenn“ eða „hardcore fjallagarpar“.

Allez!

Skabbi