Re: svar: Stardalur – boltun

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur – boltun Re: svar: Stardalur – boltun

#54006
0703784699
Meðlimur

Í guðanna bænum ekki fara að skipta um umræðuefni, hvort einn eða tveir boltar nægi eða pelastikk eða áttuhnútur. Ég get ómögulega séð hvernig það kemur málinu við með bolta eða ekki. Þú bara klippir inn einsog þú vilt. Ég tók þessa mynd á heimleið og þarna eru einhverjir aðrir en ég að klifra með einþræðung niður.

En svona til að lýsa þessu aðeins betur að þá er notast við top-rope (10-25 metra statik línu) til að búa til megintryggingu úr einum RISA stórum bolta sem ég geri ráð f. að sé vel á annan meter niður í jörðina (enginn sport klippi bolti heldur heavy duty járn). Þessi megintrygging nær síðan útá brún þar sem línan er klippt í karabínuna (helst járn ef því er að skipta) í áttuhnút eða hvað sem þú vilt nota. Því er nauðsynlegt að vera með línuvörn á statik línunni og klifurlínan er þá alveg frí en þá er því miður ekki toppað leiðarnar.

Hvort heldur sem menn setji upp þrefalt eða tvöfalt system skiptir mig engu, þessi bolti heldur því einn og sér það er það sem máli skiptir og þeir eru svona 2-10 metra frá brún.

Kosturinn kannski við þetta svæði frekar en Stardal er að þar er gengið niður í klettana og því setur maður upp kerfið og labbar (eða sígur) niður í leiðirnar. Svo náttúrulega geta menn alltaf bara leitt með dóti ef því er að skipta þetta var bara pæling með boltann en ekki hvernig þú klippir eða tryggir þitt öryggi.

kv. Einn með sólsting