Stardalur – boltun

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur – boltun

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47165
  0703784699
  Meðlimur

  Í framhaldi af umræðu um gráðun ísklifurs langaði mig að taka upp annan þráð um annað hitamál. Boltun Stardals.

  Einsog ég hef sagt áður að þá er það algerlega fráleitt að huga að boltun Stardals enda ekki sportklifursvæði. En minnir að umræðan hafi síðan aðalega snúist um hvort setja ætti upp toppakkeri til að tryggja öryggi. Undanfarið hef ég verið að klifra í Morialta í Suður Ástralíu og þar er dótaklifur stundað af áfergju. Þar hefur heimamaðurinn komið upp góðum topp akkerum til að tryggja öryggi og flýta fyrir því að setja upp ofanvað (top rope). Þykir það partur af búnaðnum að eiga top-rope-kit, sem undirritaður neyddist til að fjárfesta í þar sem dótið var flest allt skilið eftir heima. Kit-ið samanstendur af 10-25 metra static rope (eftir því hvaða svæði þú ert á, flestir eiga bara einn langann og eru þá ekki takmarkaðir við neitt svæði), línuvarnir og svo tvær læstar karabínur (helst stál). Svona toppakkeri myndi ekki skaða sprunguklifur með dóti að neinu móti en gæti aftur á móti aukið öryggi þeirra sem eru að klifra þarna og einfaldað aðgang byrjenda. Það eru nokkrar leiðir sem sameinast um hvert toppakkeri þannig að ekki þyrfti að setja upp of mörg akker.i

  Tók þessa mynd til að sýna landanum, http://picasaweb.google.com/himmi78/PicasaFebruar2009#5309311611788481058 , en þetta væri kannski eitthvað sem mætti skoða fyrir Stardal?

  Þó ég sé staðfastlega á þeirri skoðun að það eina sem auka myndi aðgang að Stardal væri rúllustigi, að þá langaði mig að brydda aðeins uppá annarri líflegri umræðu og heyra hvort skoðanir fólks hefðu eitthvað breyst með tímanum.

  kv.Gimp

  #54004
  2806763069
  Meðlimur

  Wow, Himmi. Ekki nóg með það að þú sért að reyna að vekja hinn sofandi (ljóshærða) risa heldur ertu líka búinn að stugga við öllum rauðstaka sérfræðingunum með því að sýna menn síga á einni tryggingu.

  Hvað ertu eiginlega að reyna að gera með þessu? Þú hlýtur að hafa fengið alvarlegan sólsting þarna niður frá og ættir að láta leggja þig inn hið bráðasta.

  kv.
  Softarinn

  P.s. Annars átti ég líklega upptökin af einni svona umræðu og er enn þeirrar skoðunar að topp akeri væru snilld í Stardal. Held samt að útfærsla þar sem hægt væri að síga á tvöfaldri 30m línu væru hentugri. Það er einfaldlega óþægilegt að brölta niður, og líklega ekki alltaf hættu laust heldur ef menn fara út í þá sálma.

  #54005
  Smári
  Participant

  Toppakkeri í Stardal já takk en má ég biðja um tvo bolta. Sammála Ívari að ein trygging dugir ekki í toppakkeri, það er ekki bara boltinn einn og sér sem er tryggingin heldur líka línan/slingurinn sem maður sjálfur setur í og er hluti af akkerinu. Alltaf að hafa tvöfallt öryggi í toppakkeri því þó að boltinn sé solid geta verið brestir í persónulegum búnaði.

  kv. Smári

  #54006
  0703784699
  Meðlimur

  Í guðanna bænum ekki fara að skipta um umræðuefni, hvort einn eða tveir boltar nægi eða pelastikk eða áttuhnútur. Ég get ómögulega séð hvernig það kemur málinu við með bolta eða ekki. Þú bara klippir inn einsog þú vilt. Ég tók þessa mynd á heimleið og þarna eru einhverjir aðrir en ég að klifra með einþræðung niður.

  En svona til að lýsa þessu aðeins betur að þá er notast við top-rope (10-25 metra statik línu) til að búa til megintryggingu úr einum RISA stórum bolta sem ég geri ráð f. að sé vel á annan meter niður í jörðina (enginn sport klippi bolti heldur heavy duty járn). Þessi megintrygging nær síðan útá brún þar sem línan er klippt í karabínuna (helst járn ef því er að skipta) í áttuhnút eða hvað sem þú vilt nota. Því er nauðsynlegt að vera með línuvörn á statik línunni og klifurlínan er þá alveg frí en þá er því miður ekki toppað leiðarnar.

  Hvort heldur sem menn setji upp þrefalt eða tvöfalt system skiptir mig engu, þessi bolti heldur því einn og sér það er það sem máli skiptir og þeir eru svona 2-10 metra frá brún.

  Kosturinn kannski við þetta svæði frekar en Stardal er að þar er gengið niður í klettana og því setur maður upp kerfið og labbar (eða sígur) niður í leiðirnar. Svo náttúrulega geta menn alltaf bara leitt með dóti ef því er að skipta þetta var bara pæling með boltann en ekki hvernig þú klippir eða tryggir þitt öryggi.

  kv. Einn með sólsting

  #54007
  2506663659
  Participant

  Það er ekki hægt að segja annað en að þetta séu vegleg akkeri sem þeir nota þarna niðri :)
  En er sammála Ingimundi með þetta að setja upp sig/toppakkeri í Stardal. Mundi auka öryggi og svo er maðurorðin helv… þreittur á að skrölta í „túttunum“ niður aftur.

  kv,
  Guðjón

  #54008
  1902834109
  Meðlimur

  Sammála síðasta ræðumanni um að vera sammála fyrsta ræðumanni ;)

  Kv,
  Gunni

  #54009
  1908803629
  Participant

  Já takk – fínt fyrir mig og hina „aumu“ sportklifrarana að hafa valkost í Stardal.

  #54010
  2003793739
  Meðlimur

  Af hverju setja menn ekki bara þessa auka línu utan um stein á toppnum, nóg af þeim í Stardal?

  Kv.Halli

  #54011
  Páll Sveinsson
  Participant

  Mín skoðun er þekkt og hún hefur ekkert breist.

  En ef það á að gera eitthvað þá gera það vel og í þokkalegri sátt.

  Ekki bara eitthvað, annars er betra að sleppa því.

  Ef græa á sigakkeri þá gera það almennilega svo þau virki og endist.

  kv.
  Palli

  #54012
  Siggi Tommi
  Participant

  Sammála um sigakkeri á nokkrum vel völdum stöðum.
  Myndi flýta verulega fyrir við klifur í Miðhömrum og vera til hægðarauka á hinum svæðunum, þó þetta sé ekki jafn aðkallandi þar.

  #54013
  Ólafur
  Participant

  Sigakkeri á eftirfarandi stöðum væri til þæginda:

  Vesturhamrar: Rétt austan við toppinn á scottsleið þ.a. maður kæmi niður ca neðst í gilinu milli vestur og mið-vestur hamra.

  Mið-vestur hamrar: Sennilega best að setja upp akkeri á svæðinu kringum Flagið og diet-7up.

  Mið-hamrar: Vestast, fyrir ofan niður-klöngursleiðina sem byrjar ca þar sem Rispan endar.

  Leikhúsið: Það væri óneitanlega þægilegt að hafa toppakkeri þar sem hægt væri að síga beint niður í leikhúsið. Það væri ekki óvitlaust að geta notað akkerið líka til að setja ofanvað í Óperu og hinar leiðirnar í þakinu.

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.