Re: svar: Stardalur – boltun

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur – boltun Re: svar: Stardalur – boltun

#54004
2806763069
Meðlimur

Wow, Himmi. Ekki nóg með það að þú sért að reyna að vekja hinn sofandi (ljóshærða) risa heldur ertu líka búinn að stugga við öllum rauðstaka sérfræðingunum með því að sýna menn síga á einni tryggingu.

Hvað ertu eiginlega að reyna að gera með þessu? Þú hlýtur að hafa fengið alvarlegan sólsting þarna niður frá og ættir að láta leggja þig inn hið bráðasta.

kv.
Softarinn

P.s. Annars átti ég líklega upptökin af einni svona umræðu og er enn þeirrar skoðunar að topp akeri væru snilld í Stardal. Held samt að útfærsla þar sem hægt væri að síga á tvöfaldri 30m línu væru hentugri. Það er einfaldlega óþægilegt að brölta niður, og líklega ekki alltaf hættu laust heldur ef menn fara út í þá sálma.