Re: svar: Skíðaferð á Mýrdalsjökul!

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðaferð á Mýrdalsjökul! Re: svar: Skíðaferð á Mýrdalsjökul!

#51589
Anonymous
Inactive

Búinn að skila myndum inn til Skabba. Jú er að verða búinn að sulla á þessa tinda, á reyndar bara um 28 stykki eftir en sennilega fer ég á tæplega 50 tinda svona upp á gamanið. Verður maður ekki að klára það sem maður byrjar á og standa við stóru orðin. Það er eitt að básúna í fjölmiðum að maður ætli að gera eitthvað sniðugt og annað að klára dæmið. Er að fara norður á Akureyri þar sem nóg er af gallhörðum göngumönnum bíður eftir að fá að komast á fjöll. Ef veður leyfir ætla ég að klára þá 5 tinda sem eftir eru á Tröllaskaganum og fara á a.m.k 5-7 aðra sem eru á milli 1350m og 1400m.
Fjallakveðja Olli