Re: svar: Sexy Twins

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tvibbagilið Re: svar: Sexy Twins

#53722
Robbi
Participant

Já eins og Skabbi segir þá var boltuð ný leið í Tvíburagili í dag. Leiðin er næsta vinstramegin við Ólym. Fer upp klettaslútt á milli tveggja kerta og svo ræður maður hvort maður fer hægri eða vinstri.
Leiðin er töluvert erfiðiari en Ól…Ég hef svo sem ekki mikinn mælikvarða á það nema ógleðina og blóðbragðið þegar ég loksins hafði það upp á brún eftir ansi skrautleg föll. Leiðin hefur upp á að bjóða nokkur grip og er langt á milli allra þeirra, að augi eru flest allat klippingar í bolta tæpar. Sama hvað ég másti og blés þá hafði kletturinn betur svo ekki er komið nafn eða gráða. Leiðin fær nafn og gráðu þegar hún verður farin í viðeigandi stíl.

Varðandi jakkann, þá já…þetta er fyrisætujakki að kröfu Gumma Dúllu. Það þýðir ekkert að vera klæddur eins og malbik alla daga. En þess má geta að nýji jakkinn minn kemur með 100 boltasjóðsaugum til Íslands einhverntíman í febrúar.