Re: svar: Púlkur

Home Umræður Umræður Keypt & selt Púlkur Re: svar: Púlkur

#54031
0801667969
Meðlimur

Kjálkasystemið sem ég hef verið hrifnastur af var hannað af Kalla. Fyrirmyndin var norskt hross með sleða aftan í (án gríns). Notuðum þetta fyrst úr Snæfelli vestur í Húsafell hér um árið. Mjúkt og robust kerfi (fiberskíðastafir, prussikk, karabína)Þessir kjálkar sem fylgdu púlkunum slógu illilega í bakið og voru alveg ónothæftir.

Sumardaginn fyrsta, ári seinna (1991), þá erum við Karl í “Suðurjöklaferð (hring)” ásamt Ævari Aðalsteinssyni. Ég var með 8 kg. púlkuna frá árinu áður, Ævar með aðra minni en Kalli með allt á bakinu. Að sjálfsögðu ekki eins og hinir. Á þriðja degi lendum við í suðaustan frostrigningu á Mýrdalsjökli. Ísingin var í raun með ólíkindum. Haus, háls og búkur frusu saman í eitt á örskotsstund. Þetta var eins og að ganga með heavy duty hálskraga eftir slys. Skiptumst við á að losa hausinn hvor á öðrum.

Tók mynd af Kalla öllum ísuðum. Seldi hana Dóra í Skátabúðinni (nú Fjallakofanum) sem stækkaði hana upp. Myndin hét Karl í Klakaböndum og hékk lengi uppi í Skátabúðinni. Var auglýsing fyrir Carrera skíðagleraugu minnir mig.Í skiptum fékk ég hina alræmdu fjólublálu Scarpa Vega skó sem ÍFLM krafðist að skipt yrði um reimar í í hittifyrra.

Seint um kvöldið komum við niður af jökli austast á Fimmvörðuhálsi. Úr varð, gegn vilja mínum, að beilað var út úr hringnum og haldið niður í átt að Skógum. Fljótlega varð allt snjólaust og góð ráð dýr. Ekki möguleiki fyrir mig að koma púlkunni á bakið enda Suðurskautspúlka en ekki Suðurjöklapúlka.
Úr varð að Ævars púlka var sett ofan í mína og svo var þetta dregið yfir urð og grót, moldarbörð og drullu. Merkilegt hvað hægt var að koma öllum þessum þunga áfram í snjóleysinu. Lentum í bölvuðum villum þarna á heiðinni og lentum á Eystri Skógum um nóttina. Bara svona meðan maður man. Er reyndar búin að gleyma hvað aðalinntakið átti að vera, sennilega bara léttari púlka.

Kv. Árni Alf.