Re: svar: Nýtt boltað svæði í Stiftamt og Stardalur boltalaus

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Nýtt boltað svæði í Stiftamt og Stardalur boltalaus

#49724
0309673729
Participant

Ég hygg við séum hérna að ná farsælum sáttum á þetta mál. Stiftamt (Vestari Stardalshnjúkur) verður boltað svæði sem hentar vel byrjendum í sportinu. Stardalur verður eftir sem áður alveg boltalaus um ókomna tíð.

Það þarf að passa upp á að svæðið henti vel byrjendum:
1)
Setja toppbolta uppi á brún með keðju fram af svo auðvelt og hættulaust sé að koma fyrir ofanvaðli (toprobe).
2)
Bolta þétt. Að minnsta kosti nokkrar leiðir í 5.5 – 5.7 flokkinum.

Ísalp og/eða boltasjóðurinn þarf að veita vel til uppbyggingar svæðisins og það þarf að fá reynda menn til að sjá um að bolta leiðir. Síðan á Ísalp að sjálfsögð að setja á dagskrá nokkrar ferðir (með leiðsögn) á svæðið í sumar.

Ég hygg að það væri að auki farsælt ef Klifurhúsið og/eða ÍFLM héldi stutt námskeið í tryggingu ofanvaðs svo að nýliðar Klifurhússins fari sér ekki að voða í sínu fyrsta toprobe-klifri.

Nú þurfa menn bara að taka út svæðið til að meta hvort þetta geti ekki orðið cirka svona.

kveðja
Helgi Borg