Re: svar: lifibrauð okkar allra

Home Umræður Umræður Almennt Hálendisgangan kl: 17.00 Re: svar: lifibrauð okkar allra

#47779
0405614209
Participant

Ég sjálfur spái því að þegar öllum þessum framkvæmdum er lokið og komin er risastór virkjun með lóni hálffullu af drullu og svo álver að þá verði statusinn svona:
* Þenslan verður um garð gengin og fólkið gargar á meiri framkvæmdir og meiri þenslu. Landsvirkjun stingur uppá því að Hvítá verði virkjuð og til vara stinga þeir uppá að sett verði lög þess efnis að öllu vatni verði bannað að renna óvirkjuðu til sjávar. Jafnvel treggáfuðustu alþingismenn gapa í forundran.
* Við venjulegir Íslendingar borgum töluvert hærri vexti en í dag.
* Starfsmenn í álverinu verða: a) Króatar á dagvakt b) Serbar á næturvakt og c) Pólverjar í mötuneytinu
* Árið 2006 (ár svampsins) eða 2007 (ár roðhæsnisins) brýst út blóðugt stríð milli dag- og næturvaktar í álverinu. Menn eygja tækifæri til að bjarga öllu í horn með að fara fram á stríðsskaðabætur frá EES og EB og jafnvel SÞ sem sent hefur fjölmennt herlið til að reyna að halda skikki á ástandinu.
* Í upphafi ársins 2008 rekur alla í rogastans þegar miklir jarðskjálftar verða undir Vatnajökli og í kjölfarið kemur eldgos og svo risaflóð sem sópar stíflunni og öllu draslinu út á hafsauga. Engin ummerki mannanna verka verða sjáanleg nema lítill stálnagli sem stendur uppúr steini.
* Menn fallast í faðma og eru sammála um að svona vitleysa verði aldrei gerð aftur.
* Samþykkt verður á þjóðþingi síðla árs 2008 sem haldið verður á Þingvöllum að gera Ísland að ferðamannalandi.

Ég lofa því að éta hattinn minn ef ofanritað gengur ekki eftir í heild sinni.
Halldór Kvaran, spáfulltrúi almættisins