Re: svar: Jólaklifur um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Jólaklifur um helgina Re: svar: Jólaklifur um helgina

#52090
Robbi
Participant

Það er bókað mál að það er ís í Eilífsdal. Það er þó ekki ráðlegt að skella sér í td. Þilið eftir þessa asahláku sem hefur verið síðustu daga. Það sem væri meira inni er Einfarinn, léttuleiðirnar i villingadal. Gæti verið að kórinn í Hvalfirði sé klifranlegur.
Svo gæti verið hægt sé að jöppa eitthvað í Skarðsheiðinni, allavega í versta falli hægt að brölta upp hornið.

Robbi