Re: svar: Ísklifurfestivali frestað

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivali frestað Re: svar: Ísklifurfestivali frestað

#47742
0405614209
Participant

Ég man í gamla daga þegar það snjóaði á veturna og það voru himinháir skaflar á götunum í bænum og það var jafnvel hægt að skíða í Hveradölum og stundum bara þar því að það var ófært á aðra staði.

Annars eru þessir hlýindakaflar alveg ótrúlegir og óútreiknanlegir og því erfitt að bjóða hingað erlendum gestum, eins og þú talar um Palli, og því væntanlega best að reyna að festa einhverja dagsetningu fyrir hátíðina. Versta sem gerist er að þetta verði eins og núna og það verði að fresta öllu.

Svo væri etv hægt að hafa þetta eins og á jólunum. Hafa Ísklifurfestival hið meira sem væri skipulagt með löngum fyrirvara og svo hið minna sem væri meiri skyndiákvörðun og meira stílað á þetta eins og klúbbferð???

Með bestu kveðju
Halldór