Re: svar: Ísklifurfestivali frestað

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivali frestað Re: svar: Ísklifurfestivali frestað

#47740
1709703309
Meðlimur

Í ljósi síðustu tveggja ára hljómar þetta ágætlega að hafa einhvert tímabil undir þennan dagskrárlið. Vill þó bara nefna að hugsanlega væri betra að þrengja tímabilið. Þannig losnaði dagskrárnefnd við að hafa þetta hangandi yfir sér 1/3 af árinu og auðveldaði klúbbfélögum að skipuleggja sig. Held að heillavænna væri að halda sig við einhvern góðan mánuð t.d. febrúar sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vera traustur.

Sé fyrir mér auglýsinguna í dagskrá:

Ísklifurfestival einhver helgi í janúar, febrúar, mars eða apríl ….

betra væri þá;

Ísklifurfestival helgi í febrúar

Með kveðju,

Stefán Páll