Re: svar: ísinn

Home Umræður Umræður Almennt ísinn Re: svar: ísinn

#50169
Siggi Tommi
Participant

Fór við sjötta mann í Eilífsdal í 13 tíma maraþonferð í gær. Óðum gríðarlegt magn af snjó upp í fínar aðstæður hjá Einfaranum og Tjaldsúlunum.
Ferðin inneftir, sem venjulega tekur ca. 1,5 tíma, tók núna rúma 3 tíma og rúma 2 að koma sér til baka. Hefðum betur haft vaðið fyrir neðan okkur og farið á skíðum…
Ísinn fínn en snjófargið náði óþarflega hátt upp í vegginn. T.d. náði skaflinn nokkurn veginn alla leið upp Einfarann og hengjan þar fyrir ofan var ca. 10m há.

Sökum snjóflóðahættu létum við okkur nægja að brölta í neðri parti Einfarans en allar Tjaldsúlurnar eru í þokkalegum aðstæðum, þó sú lengst til hægra klárlega sverust (meira að segja Tjaldið náði 2/3 niður). Þilið náði ekki saman en var samt á góðri leið.

Snilldar dagur þrátt fyrir söffer labbið. Aðkoman ævintýri út af fyrir sig en óþarflega mikið af deginum fór vissulega í töltið…
Myndir vonandi í dag frá einhverjum okkar.