Re: svar: Ísalp til hvers?

Home Umræður Umræður Almennt Ísalp til hvers? Re: svar: Ísalp til hvers?

#49593
0405614209
Participant

Hæ og hó.

Fínar umræður í gangi og gott að menn skuli vera að spá í þessi mál.

Klúbburinn er í dag með fínt félagsheimili, tvo skála, kamar á Hnappavöllum, stendur fyrir ýmsum ferðum og námskeiðum, stöku myndasýningu, nýlega var Doug Scott og Simon Yates á mánudaginn, Banff í næstu viku, ekki ólíklegt að Joe Simpson mæti í sumar. Við eigum sjónvarp, videó og líka heimabíó.
Ísalp gefur út ársrit en ef menn skila ekki inn greinum eða myndum þá kemur ekkert blað út – segir sig sjálft.
Klúbburinn heldur úti fínum vef og þar liggja margir möguleikar – menn geta t.a.m sett inn sína eigin síður.
Í bígerð er að fara að vinna ísklifurleiðavísi.
Klúbburinn styrkir boltakaup svo að hægt sé að bolta leiðir.

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé bara nokkuð öflugur klúbbur. Menn mættu vera duglegri að borga árgjöldin en það er annar handleggur.

Gott er að staldra við og spyrja sig: „Þetta er ekki spurningin um hvað Ísalp getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir Ísalp.“

Bestu kveðjur
Halldór formaður