Re: svar: is, ekki bara a islandi

Home Umræður Umræður Almennt ísinn Re: svar: is, ekki bara a islandi

#50186
Sissi
Moderator

Það mætti halda að Ívar væri kominn heim. Nú rignir, og lítur ekki út fyrir H2O í storkuham næstu dagana. En reynir maður ekki samt? Sannir ÍS-lendingar og allt það.

Freon, þegar þú talar um snjóbrettafólið ertu þá að meina einhvern sérstakan?

Geri líka ráð fyrir að Mark Brokk (e. Gallop) sem þú nefnir líka eigi meira skylt við Mark þann er kenndur er við IMG (einnig þekkt sem Gallup). Hann er ansi magnaður ljósmyndari, þið getið m.a. skoðað töff myndir eftir kallinn hér: http://www.gallupphoto.com.

Náðir þú að plata hann til að skjóta eitthvað flott af þér? Væri ekki amarlegt að eiga svona fínar myndir af sér, ha? Voru einhverjir þekktir kappar að renna sér á hlið niður 4° leiðir? Og slógu Kalla út í leiðinni?

Hils úr rigningunni og hafið það sem allra best, heppnu tíkasynir, eins og kaninn segir oft af einskærri væntumþykju.

Sissi (bara búinn með einn bjór).