Home › Umræður › Umræður › Almennt › Hvernig má bæta vefinn? › Re: svar: Hvernig má bæta vefinn?

Ok, það er búið að fjalla um leiðarvísa á vefnum. Það er vilji fyrir því bæði hjá félögum og í stjórn. Ég hef tillögu um hvernig mætti gera þetta á brilljant máta sem ég mun leggja fyrir stjórn.
En hvað fleira? Ykkur hlýtur að detta eitthvað fleira í hug! Ég hef sérstakan áhuga á að heyra frá þeim sem hafa áhuga á fjallamennsku en finnst Ísalpvefurinn ekki nýtast þeim sem skildi — þeas. í grunninn þá sem EKKI falla í flokkinn: „hardcore klifrari“.
Sjálfur hef ég margar tillögur um hvernig mætti bæta vefinn umtalsvert. Ég er að vonast eftir fínum hugmyndum sem mér hafði ekki dottið í hug.
Áður en farið verður út í einhverjar breytingar verða þær lagðar fyrir stjórn til samþykktar.
Koma svo, hugmyndir!
kveðja
Helgi Borg
Vefarinn mikli