Hvernig má bæta vefinn?

Home Umræður Umræður Almennt Hvernig má bæta vefinn?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46147
  0309673729
  Participant

  Ísalpvefurinn er góður. Flestir er sammála um það. Þar með er ekki sagt að hann geti ekki batnað. Hefur þú tillögu um hvernig megi bæta hann? Er eitthvað sem þú saknar á honum? Er fjallað um réttu hlutina á honum? Gefur hann góða mynd af því sem er að gerast í fjallamennskunni á Íslandi? Finnur þú alltaf það sem þú leitar að? Er uppbygging hans rétt? Á hann að vera opnari eða eigum við að læsa fleiru fyrir öðrum en félagsmönnum?

  Skrifaðu þína tillögu hér eða sendu hana á tillaga@isalp.is.

  #49071
  2003793739
  Meðlimur

  Hverjir eru í stjórn Ísalp?
  Eiga þessar upplýsingar ekki að vera á vefnum?

  Kv
  Halli

  #49072
  2003793739
  Meðlimur

  Ég fór aðeins að skoða vefinn og fann þetta að lokum.
  Skoða þetta ekki á hverjum degi.

  Sorry my bad

  Kv
  Halli

  #49073
  Sissi
  Moderator

  Setja leiðarvísana inn í pdf – oh boy hvað ég yrði glaður…

  Sissi

  #49074
  Robbi
  Participant

  Það væri sterkur leikur að búa til einskonar gagnagrunn af klifurleiðum á landinu, memannsæmandi upplýsingum um leiðir og stai. Þetta yrði viðamikið verkefni en það yrði frábært að geta gengið að þessu öllu á sama staðnum. Þá væri líka minna mál að gefa út bók sem myndi innihalda allar þessar upplýsingar því búið væri að vinna frumvinnuna og safna efninu saman.
  Robbi

  #49075
  1709703309
  Meðlimur

  Þetta hefur verið rætt. En hver kaupir bókina þegar leiðarvísar eru aðgengilegar á vefnum ….

  #49076
  0703784699
  Meðlimur

  nýjir tímar og maður þarf að aðlagast þeim……

  ….það er hægt að hafa læstan aðgang sem einungis Ísalp félagar fá aðgang að, og jú nokkur eintök fara þá í þá sem ekki borga, en svoleiðis er það og verður alltaf.

  …..vil benda á það að fólk kaupir ennþá orðabækur þó þær séu til í tölvutæku formi (kannski ekki sama) og líka ferðahandbækur, alfræðiorðabækur.

  ….það þarf bara að vera e-ð annað í boði líka í TOPO-inu, þannig að það sé hægt að réttlæta það að kaupa hann.

  …..málið er með netið að það er hægt að uppfæra miklu oftar heldur en einhver upplög af TOPO-um, og þar sem í klifri er mikil endurnýjun á leiðum verður að vera hratt upplýsingastreymi eða????

  Gimp

  #49077
  Robbi
  Participant

  sammála gimpinu. mörg topo eru orðin úrelt og það er greinilega ekki verið að standa í því að endunýja eða uppfæra. Svosem skiljanlegt því þetta höfðar til svo fárra að það er varla ómaksins virði. Netvæðingin er málið. Auðveldar uppfærslur.
  Gætum tekið þessa síðu til fyrirmyndar: http://www.coronn.com, góð og skemmtileg uppsetning á rafsænum tópóum.

  #49078
  Robbi
  Participant

  sammála gimpinu. mörg topo eru orðin úrelt og það er greinilega ekki verið að standa í því að endunýja eða uppfæra. Svosem skiljanlegt því þetta höfðar til svo fárra að það er varla ómaksins virði. Netvæðingin er málið. Auðveldar uppfærslur.
  Gætum tekið þessa síðu til fyrirmyndar: http://www.coronn.com, góð og skemmtileg uppsetning á rafrænum tópóum.

  #49079
  0405614209
  Participant

  Daginn.

  Stjórnin átti fund í gær þar sem eftirfarandi var fært til bókar:
  „Stjórnin telur að netið sé framtíðarvettvangur fyrir áhugasama klifrara í leit að leiðarvísum.“

  Næst á dagskrá er því væntanlega að ganga frá því við vefnefnd að koma þeim leiðarvísum sem til eru á tölvutækt form og leggja þá út á netið.

  Það fylgja þessu kostir og gallar.
  *Helstu gallarnir eru að með þessu þá hættir Ísalp að prenta út leiðarvísana og selja þá. Eitthvað eilítið tekjutap fylgir en þetta eru hvort eð er svo litlar tekjur að þær standa varla undir vöxtunum af þeim peningum sem fóru í að prenta þetta upphaflega.
  *Helstu kostir eru að það er auðvelt að nálgast þetta á netinu, auðvelt að uppfæra og kostar ekkert fyrir félagsmenn.

  Við skorum hér með á félagsmenn sem hafa kortlagt leiðir að senda til stjórnar/vefnefndar.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #49080
  0309673729
  Participant

  Ok, það er búið að fjalla um leiðarvísa á vefnum. Það er vilji fyrir því bæði hjá félögum og í stjórn. Ég hef tillögu um hvernig mætti gera þetta á brilljant máta sem ég mun leggja fyrir stjórn.

  En hvað fleira? Ykkur hlýtur að detta eitthvað fleira í hug! Ég hef sérstakan áhuga á að heyra frá þeim sem hafa áhuga á fjallamennsku en finnst Ísalpvefurinn ekki nýtast þeim sem skildi — þeas. í grunninn þá sem EKKI falla í flokkinn: „hardcore klifrari“.

  Sjálfur hef ég margar tillögur um hvernig mætti bæta vefinn umtalsvert. Ég er að vonast eftir fínum hugmyndum sem mér hafði ekki dottið í hug.

  Áður en farið verður út í einhverjar breytingar verða þær lagðar fyrir stjórn til samþykktar.

  Koma svo, hugmyndir!

  kveðja
  Helgi Borg
  Vefarinn mikli

  #49081
  0405614209
  Participant

  Myndir og umfjöllun um Bratta og Tindfjöll vantar á vefinn. Staðsetningar, bestu leiðir og svo helsta nágrenni.

  Kveðja
  Halldór formaður
  Hugmyndasmiðurinn mikli

  #49082
  0309673729
  Participant

  Halldór, ég var ekki að meina þig. Þú ert hardcore klifrari, átt tvö pör af Black Dimond ísöxum og allt — þótt þú hafir bara farið tvisvar í ís með þær.

  kveðja
  HB

  #49083
  2005774349
  Meðlimur

  Mér finnst ísalp síðan skemmtileg.
  Ég skoða líka mjög gjarnan umræðusíðuna, hún er mitt uppáhald.

  En vegna forneskju minnar þá verð ég að segja það, að ég vil minna en ekkert fá vefkaffi á Hnappavelli.
  Ég kunni best við mig þar fyrir tíma GSM sambands þar.

  Hjalti Rafn.

  #49084
  0405614209
  Participant

  Hurðu vinur.

  Þó að þú eigir bara eitt par af öxum þá þýðir það ekki að þú hafir bara farið einu sinni í klifur með þær. Svo áttu líka bara 2 krakka Helgi – þýðir það að…?
  Ég átti 3 pör af öxum en skipti á einum á þrúgum (sem ég hef aldrei notað (þrúgurnar)).

  Eðla vin – þú veist að öfund er ekki þægileg tilfinning – þú átt bara að samgleðjast mér að eiga bæði besta og næstbesta ísaxapar í heiminum.

  Næst þegar við hittumst þá skal ég breiða út faðminn á móti þér og leyfa þér að gráta á öxl minni. Svo máttu setjast á lær mér og ég skal dilla þér og hugga þig.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #49085

  Ég legg til að umræðusíðan verði skýrð ,,Fjallaspjallið“.

  #49086
  1110734499
  Meðlimur

  fjallamenn, bæði virkir sem óvirkir, hafa alltaf gaman af góðum myndum úr sportinu. mér finnst að hvetja mætti menn ennfrekar til dáða að setja myndir inn á vefinn, sér til upphefðar og öðrum til ánægju.

  ef að menn eru smeykir um höfundarétt sinn hljóta tölvufræðingarnir að geta gengið þannig frá málunum að ei sé unnt að vista myndirnar. spyr sá sem ekki veit.

  annars er vefurinn skemmtilegur og „fjallaspjallið“ oft á tíðum óborganlegt.

  kv. d

  #49087
  2704735479
  Meðlimur

  Meira af berum stelpum!

  #49088
  1110734499
  Meðlimur

  setningin „meira af berum stelpum“ gefur til kynna að nú þegar séu einhverjar berar stelpur að striplast um á vefnum. ég er búinn að leita í öllum skúmaskotum en ekkert finn :(

  kv. d

  #49089
  0703784699
  Meðlimur

  datt í hug ein hugmynd f. vefinn og það er að vera með linka á hinar og þessar síður hér og þar í heiminum.

  Einhverskonar FAVORITES…

  ….well fannst þetta geta nýst einhverjum. T.d. við leit að klifursvæðum, búðum, merkjum og annarri umfjöllun um klifur.

  Himmi

  #49090
  0704685149
  Meðlimur

  Sælir,
  Er umræðuvefurinn ekki opinn öllum?
  Er skráning i ferðir og námskeið ekki opið öllum?
  Hef ekki sannprófað það, var ekki virkt síðast vetur, er að hugsa út í Telemarkhátíðina…það snjóar fyrir norðan.

  Minni á Telemarkhátíðina 11 til 13 mars, takið helgina frá og skipileggið allt út frá þessari helgi. Þá er ég að hugsa með tilliti til búnaðakaupa og annað í þeim dúr sem getur valdið því að þið komist ekki. Það hafa nú alltaf birst stórgóðar myndir og pistill eftir hverja hátíð á vefnum.

  En hvað með stuttar fundargerðir af Ísalp fundum? Stjórnarfundum eins og haldinn var í dag. Það væri hægt að hafa fundargerðirnar á lokuðum síðum félagsmanna ef þær eru eitthvað sem mega ekki birtast almenning og þola ekki dagsbirtu. Eru fundirnir ekki alltaf bókaðir?…eða er eitthvað samráð í gangi…það virðist vera smitandi í borginni…

  Bassi

  #49091
  0405614209
  Participant

  Daginnn.

  Ég sé svosem ekkert því til fyrirstöðu að setja inn stutta pistla eða afrit af fundargerðum stjórnarinnar. Etv væri nóg að setja inn helstu mál sem er verið að vinna í og hvernig þau ganga.

  Núna er t.d verið að vinna í undirbúningi fyrir Banff, afsláttarkjörum í verslunum, skálamálum (nánari og vonandi góðar fréttir í næstu viku), topopmálum (ís og kletta), Bazar, Hnúkskeppninni, nýjum félagsskýrteinum, bæta vefinn, Ísklifurfestivali, erlendum fyrirlesurum með myndasýningar og nokkrum smærri málum til viðbótar.

  Semsagt fullt í gangi en allar tillögur og athugasemdir vel þegnar.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #49092
  2704735479
  Meðlimur

  ………..er ekki Hrappur örugglega með í ráðum varðandi net-leiðarvísa?

  eins og Helgi Borg orðar það þá er víst óþarfi að finna mörgum sinnum upp hjólið.

  #49093
  Hrappur
  Meðlimur

  Ég er ekki með í ráðum en kom þessari umræðu allri samt af stað, með furðu litlum undirtektum. Nú þykjast menn vera að fatta eithvað alveg sjálfir. Ég held þá bara áfram að vinna í mínu horni þið hinir getið þá séð um að tala.

  #49094
  Freyr Ingi
  Participant

  Þaddna… Fínar hugmyndir so far, leiðarvísar á pdf, fundargerðir stjórnar verði birtar, favorites og fleiri myndir… berar stelpur!!

  Langar að bæta einni við, fá nokkra gæðapenna til að skrefa pistla á vefinn. Sjálfsagt þyrfti að múta mönnum með skelfilegu magni af bjór á árshátíð eða eitthvað en svoleiðis en ef það skilar sér í áhugaverðum greinum þá….

  Fínir pennar sem ég man eftir í fljótu:

  Jón Haukur
  Kristín Irene Valdemarsdóttir
  Gummi Tómasar
  Jökull Bergmann

  og ????

  Pæling

25 umræða - 1 til 25 (af 26)
 • You must be logged in to reply to this topic.