Re: svar: Hver er maðurinn ?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hver er maðurinn ? Re: svar: Hver er maðurinn ?

#52731
Jón Haukur
Participant

ég kalla menn nú góða að þekkja leiðina, þetta minnir á hinu ágætu sjónvarpsþætti „Einu sinni var“ sem Guðni Kolbeinsson las svo eftirminnilega inn á.

Úff ekki man ég hvað leiðin heitir, frekar en annað á þessum slóðum, en hún var helst minnisstæð fyrir það að þarna höfðu einhverjir skynsamir menn nýlega snúið við, (því væri sennilega öfugt farið í dag) man ekki hvernig það var, hvort að efri parturinn var kerti sem var brotið frá að ofan. Skömmu síðar hrundu himnarnir í Glymsgili og eftir það hafa múrexi og klaufhamar verið helstu verkfærin í höndum þessa manns.

Engu að síður áhugaverð sagnfræði.

jh