Re: svar: hvad grædi eg a ad greida argjaldid??

Home Umræður Umræður Almennt hvad grædi eg a ad greida argjaldid?? Re: svar: hvad grædi eg a ad greida argjaldid??

#49807
0311783479
Meðlimur

Svo má nefna að menn fá afslátt á skálagjöldum í Ölpunum ef þeir geta framvísað félagsskírteini sem staðfestingu á því að vera félagi í alpaklúbbi einhvers staðar.

Annars er þetta líka bara prinsip að vera með í regnhlífarsamtökum fjallamanna á ísl.

ég bý í Edinborg og greiði árgjaldið með gleði :o)

Ég hef áður bent á ókosti þess að sameina ársritið commercial tímariti. Hér áður fyrr var til tímarit sem hét Áfangar og var eiginlega nákvæmlega eins og Útivera, en það lagði upp laupana vegna fjárhagskragga – eins og svo mörg góð tímarit. Ég held að það sé bara fínt að halda ársritinu með því sniði sem nú er.

Ástæða þess að það hefur ekki komið út er einfaldlega sú að menn eru ekki að skrifa greinar og senda á ritnefnd. Hún á ekki að vera að ganga á eftir mönnum og tuða, heldur eiga menn að sjá sér lag til að birta eitthvað áhugavert. T.d. hefur mig lengi langað til að lesa á „alþýðlegum“ nótum vangaveltur Halla Arngr. um bergtegundir á klettaklifursvæðum á ísl. og svo má alltaf einhver skíðamaður rita um yndissemdir fjallaskíðunar(tele og bretti með) á tröllaskaga t.d. Bassi/Krístín/Böbbi/HelgaBjört. SiggiSkarp, Smári eða Skabbi gætu sett saman e-ð´um Norge. Siggi gæti útlistað „juggara-pumpurnar“ sem hann svittnaði í haustlangt. Freysi gæti sagt frá knæpuævintýrum í Chamonix. Ég sjálfur gæti barið e-ð saman um Skotland. Svo mætti lengi telja, félagsmenn þurfa bara að berja sér á brjóst og þora að skunda fram á ritvöllinn !!! Koma svo!

kv.
Halli