Re: svar: Hvað er að gerast ?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að gerast ? Re: svar: Hvað er að gerast ?

#52604
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Aðeins ítarlegra rapport úr Kinninni.

Ég fór s.s. nokkra daga á þetta frábæra svæði og voru aðstæður svona þokkalegar. Flestar línur í sæmilegum aðstæðum en margar í þynnri kantinum.

Á föstudag fór ég ásamt Arnari, Berglindi og Eika tvíbba. Var þá klifin ný 80m, WI4+ leið vinstra megin við Bláan dag og hlaut hún nafnið „Knúsumst um stund“. Einnig voru farnar tvær eldri leiðir hjá Glassúr (við sjóinn).

Á laugardag mætti Gulli granítdvergur norður í sveitasæluna og fórum við þá nýja 90m, WI5- leið milli Drambs og Blás dags og hlaut hún nafnið „Öfund“. Einnig var farin ný leið vinstra megin við Glassúr og er hún 40m, WI4+ og heitir „Synir hafsins“.

Á sunnudag voru Glassúr og WI5 leiðina hægra megin við hana farnar. Ines og Audrey fóru hana í fyrra (líklega fyrstar) en ég veit ekki til þess að þær hafi nefnt hana og því settum við nafnið „Úr djúpinu“ á stykkið. Við og Arnar og Berglind bökkuðum út undir nokkrum stóru leiðanna sökum grjóthruns þennan dag enda sólríkt mjög.

Á mánudag fórum við svo nýja leið hægra megin við Limrusmiðinn, aðra leið frá vinstri við sjóinn. Var hún pípandi sturta upp ekki svo ýkja erfitt kerti og er 30-35m, WI4+ og heitir „Í votri gröf“ enda vel við eigandi.

Annars bara góðir dagar við sjóinn…