Re: svar: Hvad á ég a kaupa mér??

Home Umræður Umræður Almennt Hvad á ég a kaupa mér?? Re: svar: Hvad á ég a kaupa mér??

#48197
0405614209
Participant

Jæja.

Nú get ég ekki orða bundist lengur og verð að leggja orð í belg – og það kannski eftir sérstaklega föst skot í mína átt frá annars hæverskum manni, Helga Borg.

Helgi er eingöngu að reyna að telja sjálfum sér trú um að hans dót sé í lagi. Þetta er eins og með manninn sem datt niður af 100 hæð. Hann heyrðist muldra þegar hann þaut framhjá 32 hæð: „Þetta er ennþá allt í fína lagi“.

Það er næstum því rétt hjá Helga að ég eigi axir sem ég hef ekki notað. Það rétta er að ég á Black Diamond Cobra axir sem ég hef notað – alveg rosalegar græjur. Svo „á ég“ annað par af glænýjum Black Diamond Viper öxum sem mér „áskotnuðust“ um síðustu áramót. Mér leist svo rosalega vel á þær að ég „gaf“ konunni minni þær. Viper axirnar komust ekki í frost í fyrra. Núna hanga bæði pörin saman úti í bílskúr og við bíðum eftir frosti og ís og þá…… (… já, já Helgi, þú mátt fá að prófa, ekki málið)

Kveðja
Halldór formaður