Re: svar: Hvad á ég a kaupa mér??

Home Umræður Umræður Almennt Hvad á ég a kaupa mér?? Re: svar: Hvad á ég a kaupa mér??

#48195
0309673729
Participant

Eitt í viðbót. Ef þú velur stífa leðurskó fram yfir plastskó þá skaltu athuga að þeir séu örugglega með góðri einangrun. Sem dæmi, eru Salomon Super Mountain skórnir til bæði með einangrun og ekki. Þeir sem ekki hafa einangrun eru full kaldir fyrir íslenskar vetraraðstæður. Á skónum á að standa „Thermal isolation“ eða eitthvað álíka.

Persónulega mæli ég með leðurskóm fram yfir plastskó því þeir eru liprari til göngu heldur plastararnir. Góðir stífir leðurskór eru fínir til göngu í grófu landi, nokkuð sem seint verður sagt um plastskó. Það er hinsvegar rétt sem Halli segir, plastskórnir veita betri stuðning í ísklifri, þ.e. þú þreytist minni í kálfanum.

kveðja
Helgi Borg