Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Hnappavallamaraþon › Re: svar: Hnappavallamaraþon
10. júlí, 2008 at 23:20
#52906

Meðlimur
Jó!
Núna eru 34 búnir að skrá sig í Hnappavallamaraþonið og það er sko pláss fyrir fleiri. Það væri ÆÐI ef allar leiðirnar féllu og klettarnir yrðu hvítir af kalki (rigningin þrífur það svo af í vikunni á eftir svo ekki óttast sjónmengun).
Við ætlum að hittast næsta miðvikudag klukkan 2000 í Klifurhúsinu og spá í strategíuna ( ( ; ) og það væri frábært ef sem flestir sem verða með geta mætt eða sent mér tölvubréf áður svo ég geti raðað á leiðir og bunka.
Við ætlum svo að bjóða upp á gómsæti úr sveitinni á laugardagskvöldinu á milli púldaganna.
Venga vúú jéé og koma svo!
Hjalti Rafn.