Re: svar: Hellar?

Home Umræður Umræður Almennt Hellar? Re: svar: Hellar?

#49930
Jón Haukur
Participant

Hellamenn hafa löngum haft þann sið að liggja á nákvæmum staðsetningum hella eins og ormar á gulli til að koma í veg fyrir umferð óvandaðra ferðalanga…

Það er hins vegar hellir sem þið gætuð föndrað við að síga í sem heitir Djúpihellir og er í Bláfjöllum, skammt vestan við aðalbílastæðið, það ætti ekki að fara framhjá ykkur, þar eru 2 göt, annað um 7 m djúpt en hitt um 15 m djúpt og bjóða þau bæði upp á fríhangandi sig, ef það er það sem þið eruð að leita eftir.

svo er að vandasig að stundasig…

Ætla samt að vona að Hardcore fari ekki í frústrasjón sinni að ráðast á einhver grey sem „stundasig“ þ.e.a.s. að sjálfs sé höndin hollust.

jh