Re: svar: Helgin!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgin! Re: svar: Helgin!

#52191
Skabbi
Participant

Við Bjöggi og Gulli keyrðum inn í Haukadal á föstudaginn. Byrjuðum laugardaginn inni í Skálagili, sem var í fantagóðum aðstæðum. Flestar leiðir virtust vera í klifranlegum aðstæðum og í sumum af leiðunum virtist vera talsvert meiri ís en á myndunum í leiðarvísinum frá ’98. Nú er rétti tíminn til að spóla í erfiðari mix-leiðirnar!

Við klifruðum tvær leiðir þar, Skrúfjárnið (FF. Olli og e-r snillingur) og ónefnda við hliðina á henni. Daginn eftir klifruðum við upp lítið gil við hliðina á Bæjargili, ráfuðum um heiðina í dágóða stund og komum svo niður við Stekkjargil. Klifruðum þar eina línu aðeins vestanmegin við opið inn í Stekkjargilið.

Frábært veður alla helgina og skemmtilegt hvað ísklifrurum er tekið vel í Haukadalnum. Guðmundur Helgi er þjósagnapersóna á þessum slóðum.

Allez!

Skabbi