Home › Umræður › Umræður › Almennt › Færið á Hnjúkinn › Re: svar: Færið á Hnjúkinn
19. apríl, 2004 at 16:01
#48676
1410693309
Meðlimur
Árni, við höfum þá farist á mis á Eyjafjallajökli því ég lagði af stað frá veginum fyrir ofan Skóga um kl. 11 á laugard. og fór 100 m fyrir neðan skálann. Við vorum uppi á Hámundi rúmlega 14.00 og renndum okkur svo í laugina. Þótt ekki sé mikill snjór á jöklinum sunnanverðum var þó hægt að renna sér langleiðina niður að háa fossinum vestan megin við þar sem maður gengur venjulega upp.
Kv. SM