Re: svar: Eyjafjöll – Ingimundur og Pöstin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eyjafjöll – Ingimundur og Pöstin Re: svar: Eyjafjöll – Ingimundur og Pöstin

#48791
2806763069
Meðlimur

Var að renna yfir textan ykkar á síðum félaga og það kom upp smá Hardcore í mér. Þið ungu strákar eruð orðnir allt of góðu vanir í plastklifri og boltuðum dótaleiðum á Hnappavöllum. Í miðjuleiðina verður að setja inn eitthvað af dótti í byrjun og er það bara sjálfsagt mál. Ef ég man rétt var leiðin lengst til vinstri bara létt upp að boltanum og vinstra meigin við hana er dóttaleið sem fær svipaða gráðu en fáir vita um því hún er varla tryggjanlega með öðru en #1 hnetum. Svona leið fyrir alvöru nagla (hef aldrei orðið það klikkaður að ég láti mér detta í hug að reyna hana þrátt fyrir tvískiptan persónuleika). Langi Seli er svo hrein og tær snild og erfiða klippið með ground hættunni gerir hana bara betri. Menn ættu frekar að hugsa að gömlu kallarnir gátu klifrað þessar leiðir svona og bíta á jaxlinn og klifra bara.

En svona ykkur til huggunar sögðu gömlukallarnir það sama um okkur þegar við vorum litlir (og segja enn)!