Re: svar: Eyjafjallajökull

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Eyjafjallajökull Re: svar: Eyjafjallajökull

#49364
Sissi
Moderator

Buhuhuhuhu :(

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Búist er við stormi á norðvestanverðu landinu síðdegis.

Sunnan og suðvestan 10-18 m/s og rigning eða súld, en 5-13 og úrkomulítið um landið austanvert. Hvessir síðdegis, 18-25 norðvestantil síðdegis, annars hægari. Hiti 4 til 10 stig, en 0 til 4 stig austanlands í fyrstu. Suðvestan 5-10 á morgun og víða súld vestanlands, en skýjað með köflum og þurrt austantil.

Á miðvikudag og fimmtudag: Vestan og suðvestan 5-10 m/s og lítilsháttar súld eða rigning öðru hvoru vestantil, en léttskýjað austantil. Hiti 4 til 9 stig.

Á föstudag: Suðvestanátt, 8-13 m/s norðvestantil, en annars hægari. Rigning eða slydda sunnan- og vestantil, en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 6 stig.

Á laugardag og sunnudag: Suðvestanátt og súld eða rigning, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hlýtt í veðri.