Re: svar: Ein ný en samt gömul

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Ein ný en samt gömul

#51004
Páll Sveinsson
Participant

Það er ekki það sama að detta og „DETTA“.
Reyna einhverja erfiða hreyfingu þar sem þú er mjög efins að ná klára en passar að tryggja mjög vel svo fallið verði mjög stutt og áhættulitið er ekki það sama og falla óvænt með háan fallstuðul með ótryggar tryggingar inni.

Það er rétt að ég hef aldrei dottið óvænt en margoft reynt og „DOTTIГ við að prófa eitthvað sem góðir klifrarar leika sér af í dag.

Ekki má gleyma að sá sem tryggir fallið er í stórhættu líka ef hann er ekki með hlutina á hreinu. Í hinni flottu flugferð Olla í Hval II var ég á hinum endanum. Ég fór jafn hratt upp eins og Olli niður þegar línan strekktist og mátti þakka fyrir að rekast ekki í neitt á leiðinni. Ég hafði allar tryggingar fyrir ofan mig meðan Olli kom upp og breytti engu þegar hann hélt áfram. Eftir fallið endaði ég eins og þvottur á snúru með línuna strengda upp og tryggingarnar fyrir neðan mig.

kv.
Palli