Re: svar: Eftirlit með klifurbúnaði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur M10 Broddar Re: svar: Eftirlit með klifurbúnaði

#53830
Freyr Ingi
Participant

Ég fagna þessarri umræðu!

Mér finnst sjálfum fólk vera allt of ragt við að fleygja búnaði sem annað hvort er kominn til ára sinna eða hefur hlotið hnjask.

Þetta kostar pening EN þar sem þessi búnaður er bókstaflega líftaugin okkar ættum við að sjálfsögðu að fara með hann sem slíkann.

Svo er nýr búnaður ekkert öruggur nema að hann fái eðlilegt viðhald og meðferð.

Það eru engir aukakallar í þessu lífi og síðast þegar ég gáði var ekki í boði að seifa þannig að það er um að gera að spila seif!!

F.