Re: svar: Eðal dry-tool mót

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eðal dry-tool mót Re: svar: Eðal dry-tool mót

#50271
2806763069
Meðlimur

Alveg snildar æfingasvæði, hrikalegt að sjá hvað sumir af þessum innanhúss gaurum eru sterkir í þessu. Spái hallarbyltingu í ísklifri í vetur og verð fyrir vonbrigðum ef menn fara ekki að slefa upp í tveggjastafa tölur (kannski ekki á hinu rangnefnda Íslandi).

Svo er um að gera fyrir klifurhúsið að stækka viðskiptavina hópinn með því að setja upp nokkrar þurrtóls leiðir og hafa opið fyrir ísaxir einn dag í viku!

Maður verður víst að byrja að æfa af viti ef maður vill halda áfram að rífa kjaft!

Að lokum þá lýsi ég eftir myndasýningu frá ungliðahreyfingu klifurhússins sem eyddi jólunum á Spáni.