Re: svar: common! 111 mínútur

Home Umræður Umræður Almennt common! 111 mínútur Re: svar: common! 111 mínútur

#47717
0309673729
Participant

Er klifur merkilegra sport en hjólreiðar? Eru klifrarar merkilegri en hjólreiðamenn? Hvað með þá sem stunda kajak og skíði, eru þeir líka síðri en þeir sem stunda klifur?

Við í stjórn ÍSALP lítum ekki svo á að eitthvert eitt sport sé öðru merkilegra. Þess vegna ákváðum við að höfða til breiðs hóps með val á myndum. Við vonum að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Hvað varðar þessa mynd, þá vitum við að stór hópur hefur gaman af að hjóla á fjöllum — líka innan ÍSALP — og því létum við hana fljóta með.

Það er vissulega rétt að myndavalið er ekki auðvelt. Maður fær einungis að horfa á stutt sýnishorn úr hverri mynd og það er ómögulegt að vita hvort það gefur rétta mynd. Við þykjust samt vera vissir um að við höfum valið afbragðs myndir að þessu sinni.

Þessu tengt þá er tilvalið að nefna að við í ÍSALP ætlum á næstu vikum að kaupa mikið magn af nýlegum fjallamennskumynd-spólum/diskum og síðan mun vídeókvöld vikulega verða á dagskrá klúbbsins. Þarna mun Guðmundur (Gummi Spánverji) örugglega líka finna eitthvað við sitt hæfi.