Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

#49701
2806763069
Meðlimur

Rafn Emilsson skrifar.

Jamm Jamm.. Enn og aftur.. Varðandi Þennann slétta vegg sem frelsar alla frá því að klifra í dóti þá sé ég ekki alveg hvar hann er. Ég og Ívar skelltum okkur þarna í fyrra og leiddum svaka sléttann vegg. Veggurinn reyndist svo ekki vera neitt sérstaklega sléttur, klifrið tryggjanlegt og um 5.8. Leiðin er meira að segja ekki svo tortryggð og ber nafnið „Mamma þín er vestan við skottsleið“ mæli ég með því að stytta nafnið í Mamma þín… býður svona upp á skemmtilega orðaleiki..

Nú einnig toppuðum við aðra leið sem er á svipuðum slóðum, leiðin er um 5.10, tryggjanleg, hefur aldrei verið klifin og er alveg frábært klifur..

Punkturinn er þessi, það er fullt af klifri í stardal. Búið er að klifra magnaðar leiðir þar og nokkuð erfitt að finna e-d skemmtilegt til að frumfara en það er enn hægt. En að finna e-d sem er það tortryggt að það verði að bolta er enn erfiðara að finna.

Gaman væri að finna svæði í kringum reykjavík sem hægt er að bolta mikið af skemmtilegum leiðum og kannski finnst það. Hver veit?
En að rembast við að bolta einhverjar leiðir í stardal þar sem er gömul og góð hefð fyrir trad klifri og erfitt er að koma fyrir boltuðum leiðum sem ekki er hægt að tryggja á gamla mátann finnst mér vera frekar furðulegt.

Ég mæli einfaldlega með því Helgi að þú prófir að kíkja aðeins á Mömmu þína áður en lengra er haldið með þessa umræðu.

Rafn Emilsson…