Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

#49699
0309673729
Participant

Samlegðaráhrifin eins og það heitir í viðskiptunum eru ekki síður mikivæg. Maður er manns gaman, það er gaman að fara að klifra þar sem er líf og fjör. Þeir nýju hafa gaman af að sjá reynsluboltana klifra og reynsluboltarnir hafa gaman af (þótt þeir viðurkenni það ekki) að sýna nýliðunum hvernig á að gera hlutina.

Það væri tvímælalaust betra fyrir sportið ef mögulegt væri að halda Valshamrinum og Stardalnum fjölmennum, frekar en að búa til fleiri minni klifurstaði.

Annar möguleiki væri að Ísalp stæði fyrir aukinni kynningu og námskeiðum á dótaklifri sem og dótaklifurferðum í Stardalinn.

Það mætti líka skoða hvort að eigi að bolta toppbolta uppi á brún á einhverjum leiðum í Stardal svo að nýliðar geti toppað leiðir þar með miklu öryggi.

kveðja
Helgi Borg