Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

#49708
Jón Haukur
Participant

Það er fátt meira til að skemmta skrattanum en að fara að skrifa um boltun í Stardal á vefnum.

Ætli vefarinn mikli hafi ekki verið komið með magasár yfir lítilli umferð á vefnum og séð þann kostinn vænstann að slengja út umræðuþræði sem vekur allar Þyrnirósirnar af þúsund ára svefninum.

Áhugasamir boltarar ættu kannski frekar að beina óútleystri orku sinni að tiltekt og almennri snyrtingu Valshamars, þar á ennþá eftir að bolta nokkrar línur sem mætti nú klára fyrst sem og að laga til í drullusvaðinu neðan við.

jh