Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

#49696
AB
Participant

Fyrir ekki svo löngu var tekist hressilega á um þessi mál og boðað var til opins fundar þar sem þetta var rætt fram og aftur. Niðurstaðan varð sú að mikill meirihluti þeirra sem mættu voru á móti því að bolta í Stardal. Held að ekkert hafi breyst síðan þá, jafnvel þótt klifurhúsið standi sig vel í fjölgun klifrara.
Allt í lagi að henda svona könnun af stað þó niðurstöður viðhorfskönnunar geti ekki haft nein úrslitaáhrif á ákvaranatöku um þessi mál.
Muna bara að hlutleysi er líka skoðun jafnvel þótt Siggi T. hafi tekið þátt í fullt af vinnustaðagreiningum og Hrappur hafi engan áhuga á ,,hvorki né.“

Kv,
AB