Re: svar: bókmenntir og saga

Home Umræður Umræður Almennt bókmenntir og saga Re: svar: bókmenntir og saga

#52032
Anonymous
Inactive

Þar sem menn eru að tala um bókmenntir fyrir ákafa sófafjallamenn þá er ein bók sem ég keypti erlendis sem heitir ANNAPURNA eftir Mourice Herzog. Þetta er saga sem segir frá fyrstu ferð sem heppnaðist á 8000m tind. Ég keypti þessa bók fyrir mörgum árum síðan og kom mér ekki í að lesa hana fyrr en nýlega. Þessi nýja útgáfa er með formála eftir Joe Simpson þar sem hann kemst þannig að orði að þetta sé „Quite simply the greatest mountaineering book ever written“ eins og hann kemst að orði. Ég verð að segja það að fáar bækur hafa komið mér eins mikið á óvart og gripið mig jafn sterkum tökum eins og þessi. Þarna eru Herzog og Rebuffat upp á sitt besta. Ef þið getið komist yfir þessa bók er hún algert skilyrði fyrir alla vel heppnaða sófafjallamenn að eiga.
Olli sófafjallamaður með meiru.