Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#48622
0405614209
Participant

Í grunninn fer myndavalið þannig fram að við fáum sendann lista yfir þær myndir sem í boði eru. Síðar bætast svo við nokkrar myndir.

Úr þessum myndum er valið og við reynum að taka ekki myndir sem eru t.d. klukkutími eða meira þó svo að þær hafi hlotið verðlaun fyrir eitthvað. Reynt að hafa hærri adrenaline factor en lægri og svo að fjölbreytnin sé þarna líka.

Svo fengum við senda minnir mig 20 diska og úr þeim er svo valið endanlega. Sýningum raðað á daga og í heildina reynt að hafa þetta þannig að þetta höfði til stórs hóps og fjölbreytnin sé til staðar.

Ég var mjög hress með gærkvöldið og fannst engin af myndunum langdregin eða leiðinleg.

Kvöldið í kvöld er spennandi og ég hlakka sérstaklega til að sjá Eiger myndina.

Kveðja
Halldór formaður