Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45408
  0703784699
  Meðlimur

  Jæja, nú er fyrsta sýningardegi af tveimur lokið á Banff hér á landi og…gaman væri að heyra hvað mönnum fannst um þær myndir sem þar voru sýndar.

  Ég sá mig tilneyddan til að commentera á sýninguna í gær…

  1. Skemmtilegt intro…
  2.IceUp – Skemmtileg að mörgu leyti, en greyið frakkarnir fá nú ekki háa einkunn fyrir myndatöku
  3. IceAxis var skemmtileg en stutt og með flottri myndatöku. Sýnir hvað kaninn er framarlega í því að skjóta svona myndir…en ekkert dúndur, bara flott og skemmtileg punktur
  4. FrontRangeFreaks, Derek Hersey hefur greinilega verið alger snillingur í lifandi lífi, skemmtilegt að fá að litast inn í hans heim og sjá hvernig lífi hann lifði. Magnað foreldraviðtal…en get nú ekki sagt að ADRENALIN factorinn hafi verið HIGH
  5. Wehyakin, ómissandi þar sem hún lífgaði uppá spennuna þetta kvöldið og ekki spillti fyrir að sjá Jón H. og ísland bregða fyrir (svona er nú smáborgarinn í manni). En að mínu mat skemmtilegasta myndin í gær hvað varðar spennu…
  6. XC skiing – ef þetta er medium factor, þá bíð ég ekki í það ef hjartveikir horfi á high adrenalin factor, því þessi mynd er eitthvða það lélegasta sem ég hef séð á BANFF og hef farið á nokkrar…ég vil ekki trúa því að það hafi ekki verið úr fleiri myndum að velja en þetta. Ég er hlynntur fjölbreytni á þeim myndum sem eru sýndar, en fjölbreytnin verður að takmarkast við hvað þessi sýning stendur fyrir og ég get ekki séð að þessi geri það, allaveganna hvað mig varðar…ánægjulegt f. þessa konu að vinna olympíugull en svona þáttur á heima á RUV en ekki á þeim einu 2 dögum sem við fáum að sjá eitthvað af fjallamyndum, nóg er nú sýnt af leiðinlegu sporti á þessum íþrottaþáttum þó við (ísalparar) seum ekki líka að taka það upp.
  7. Shane McKonkey er náttúrulega snillingur, og það er alltaf gaman að horfa á á menn sem nenna, geta og vilja fíflast. Hann er einn af þessum sem gefa þessu sporti lit….
  8. Ég hef bara séð of margar svona myndir…það er allaveganna gefnar út 6 svona snjóbrettamyndir á ári, ég vonaðist alltaf til þess að Banff væri svona meira „ekki mainstream“ , heldur sýnir myndir sem erfitt er að komast yfir!! En ég átti ánægjulegt kveld með vinum og vandamönnum og vonast ég til að sjá sem flesta í kveld líka þó nokkur atriði hafi verið mér vonbrigði.

  Ef þeir sem velja myndirnar gætu svarað þessu f. mig til að ég skilji kannski betur hvernig þetta virkar….

  hvernig eru myndirnar valdar? er ekki búnki af myndum og er þá niðurstaðan sú að þessar eru þær sem standa uppúr?Nú ef svo er, er þá ekki bara hægt að hafa þetta 1 gott kvöld heldur en 2 meðal kvöld??

  Gimp þakkar f. sig og vonar að hann hafi ekki verið of leiðinlegur í gagnrýni sinni, en það var allaveganna ekki ætlunin!!!

  #48618
  2806763069
  Meðlimur

  Ég er víst að stórum hluta ábirgur fyrir myndavalinu. Ég var satt best að segja nokkuð ánægður með valið í heild. Við tókum reyndar nánast allar myndirnar sem í boði voru. Það voru bara nokkrar mjög stuttar myndir sem við hentum út.

  Ég er svo sem sammála þessu með myndina um gönguskíðagelluna og olympíugullið en fanst það ekki stórt atriði (spólaði reyndar yfir hana á DVD).
  Á morgun er svo önnur Olympíumynd sem ég horfði á af miklum áhuga og held að allir sannir íþróttamenn hafi bæði gaman og gott af.

  Því miður var ekki meira af klifurmyndum í dagskránni og það verður að viðurkennast að skíðin hala inn meiri pening (ekki hér bara almennt) auk þess sem þar er meiri hreyfing á ferðinni en oft í klifurmyndunum. En það er greinilega pláss fyrir góðar klifurmynd ef einhverjir hafa áhuga.
  Þó skal taka fram að Eigerin í kvöld er frekar flottur.

  Ívar

  #48619
  1704704009
  Meðlimur

  Ekki fannst mér skíðagöngumyndin léleg. Hún hafði í raun allt sem góð saga þarf að hafa. Upphaf, ris og endi. Hún var líka fyndin á köflum auk þess með nokkrum óvæntum atriðum og smáspennu í bland. Gönguskíði þykja hins vegar ekki eins aggressív eð sexí og bretti eða svigskíði og kannski líður þessi mynd fyrir það. Hefði amk. ekki viljað sleppa henni.
  Er orðinn æði spenntur fyrir Eiger á eftir. Harrer fór ekki á broddum upp fjallið. Ætli einhver verði ekki að leika það eftir líka? Annað væri nú svindl.

  #48620
  Sissi
  Moderator

  Ég fór og keypti mér klaka meðan gönguskíðamyndin var. Það var mun meira spennandi.

  #48621
  0311783479
  Meðlimur

  alltaf gaman af hörku-keppnismyndum þar sem allt er lagt undir, gaf kvöldinu skemmtilegan blæ.

  -kv.
  Halli

  #48622
  0405614209
  Participant

  Í grunninn fer myndavalið þannig fram að við fáum sendann lista yfir þær myndir sem í boði eru. Síðar bætast svo við nokkrar myndir.

  Úr þessum myndum er valið og við reynum að taka ekki myndir sem eru t.d. klukkutími eða meira þó svo að þær hafi hlotið verðlaun fyrir eitthvað. Reynt að hafa hærri adrenaline factor en lægri og svo að fjölbreytnin sé þarna líka.

  Svo fengum við senda minnir mig 20 diska og úr þeim er svo valið endanlega. Sýningum raðað á daga og í heildina reynt að hafa þetta þannig að þetta höfði til stórs hóps og fjölbreytnin sé til staðar.

  Ég var mjög hress með gærkvöldið og fannst engin af myndunum langdregin eða leiðinleg.

  Kvöldið í kvöld er spennandi og ég hlakka sérstaklega til að sjá Eiger myndina.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #48623
  Sissi
  Moderator

  Sælir.

  Það má ekki skilja þetta þannig að menn séu bara að vera leiðinlegir. Maður er bara að reyna að hafa áhrif á næsta ár.

  Gönguskíðamyndin í fyrradag, skíðamyndin um Júgó-stelpuna í gær (sem var btw. eftir sama gaur, með sama þul og sömu textum í endann + flugeldunum) og þessi úber grillaða FM-hnakka, Euro techno, spandexgalla gönguskíðamynd í gær eru kannski góðra gjalda verðar en ákveðið spurningamerki í þessari dagskrá.

  Bara af því að maður veit að það er svo ógeðslega mikið af góðu dóti þarna úti. Endalaust af góðum snjóbretta-, skíða- og klifurmyndum. Á climbxmedia heitnum voru að dælast inn geðveikar sportklifurmyndir alla daga. Væri kannski hugmynd að taka besta Banff dótið og lauma svo með einhverjum góðum sem menn hafa rekist á?

  Mér finnst frábært að sjá svona gamlar íslenskar. Endilega halda því áfram. Fimmvörðuhálsmyndin í fyrra eða þar áður var mjög skemmtileg. Vatnajökullinn var ansi magnaður, sérstaklega af því að dótið þeirra var nú bara ekki svo langt frá Eiger köppunum ;) Mögnuð þróunin á síðustu 20 árum miðað við næstu 50 þar á undan.

  Takk fyrir mig.

  Sissi

  #48624
  1709703309
  Meðlimur

  OK, þetta er ykkar skoðun drengir á þessum rólegu myndum. En persónulega finnst mér þær alveg eiga rétt á sér því ekki erum við að sjá þær í sjónvarpinu. Einnig er ekkert mál að kaupa dvd með ofurbretta- og skíðaköppum. Skoðið málið í heild sinni og haldið ekki að allar myndir hvers kvölds séu miðaðar við ykkar þarfir. Samt gott að fólk tjái sig.

  Þegar gerður er samanburður á myndavali í fyrra og núna þá tel ég að valið hafi heppnast með ágætum og við séum á réttri leið.

  Vona svo sannarlega að hefðin haldist að sýna Íslenska mynd á BANFF. Gaman verður að sjá þegar íslensk mynd berst til BANFF.

  Finnst valnefndinni hafa tekist vel upp.

  Takk fyrir mig.

  Kv.
  Stefán

  #48625
  0808794749
  Meðlimur

  Verð að segja mitt álit á gönguskíðamynd seinna kveldsins…

  Mér fannst hún alger snilld. Ætla að vona að ég hafi ekki verið eina manneskjan sem var að skilja húmorinn. myndin var full af spennu og hraða. Og þetta spandex-tekknó dæmi var auðvitað hið fyndnasta mál.
  Hver hefur séð gönguskíðahnakka á 220 cm löngum skíðum taka 360°??? ekki ég, en mér fannst alveg tími til kominn. hingað til hef ég nebblega haft gríðarlega fordóma gagnvart spandex íþróttum en það er aldrei að vita að ég fari að læðast í skíðin hennar mömmu við fyrsta tækifæri…

  ciao.borgin

  #48626
  0405614209
  Participant

  Þið hefðuð átt að sjá sumar myndirnar sem voru í boði. Ég man sérstaklega eftir einni mynd sem var um einhverja gúbba og trampólínið þeirra. Þetta voru einhverjir lurkar sem bjuggu í einhverjum bæ á einhverri sléttu í Améríkú og það var allt svo slétt og flatt þarna að það var ekkert hægt að gera þarna nema liggja á barnum eða fara á trampólín. Algjör bræla.

  #48627
  Sissi
  Moderator

  „You say you do this for fuuun? You must be on crack. I ain’t never leaving the south again…“

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.