Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Aðgengi að Valshamri › Re: svar: Aðgengi að Valshamri
17. ágúst, 2006 at 15:49
#50597

Participant
Halló aftur
Það var ekki svo að skilja að hliðinu hafi verið læst í hefndarskyni við rymjandi og stynjandi klifrara, eða að því hafi verið læst beinlínis til að klófesta menn. Það er einfaldlega stefnan að læsa hliðinu á kvöldin, sem takmarkar mjög aðgengi að klettinum. Hvort sem þessum aðgerðum er beint gegn ræningum og óþjóðalýð eða klifrurum gildir einu, útkoman fyrir okkur er sú sama.
Ef til er önnur leið að Valshamri sem ekki felur í sér akstur í gegnum sumarbústaðahverfið er sjálfsagt að nota hana. Ég geri mér samt ekki grein fyrir því hvar sá vegur gæti legið. Ef e-r veit betur má sá hinn sami gjarnan upplýsa okkur hin.
Skabbi